Rafvirki / Rafvirkjameistari

Rafvirki / rafvirkjameistari óskast

 

Við leitum að rafvirkja, leiðtoga fyrir hóp rafiðnaðarmanna í viðhaldsteymi verksmiðjunnar, sem getur hafið störf þann 1.mars 2021.


Hæfniskröfur
Umsækjandi þarf að hafa sveinspróf í rafvirkjun og víðtæka reynslu við rafvirkjun á gildissviði reglugerðar um raforkuvirki í byggingum og í iðnaði. Viðkomandi þarf að hafa góða almenna tölvukunnáttu og færni til að tileinka sér nýjungar auk þess að hafa gott vald á íslensku og ensku í tali og riti.


Kostir en ekki skilyrði að viðkomandi hafi reynslu af stóriðju og reynslu af bilanagreiningu í eftirfarandi búnaði:

  • ABB drifbúnaði,
  • SIEMENS mjúkstarti, hraðabreytum og PLC kerfum,
  • Loftræsikerfum.

Áhersla er lögð á fagleg og skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og metnað í starfi. Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.

Saman byggjum við upp jákvætt og skemmtilegt starfsumhverfi, þar sem lögð er áhersla á fyrirbyggjandi viðhald og starfsmenn vinna saman að lausn mála sem upp kunna að koma í rekstri verksmiðjunnar.


Í boði er spennandi starf fyrir þá sem eru áhugasamir um faglega krefjandi verkefni við rafkerfi verksmiðjunnar, lágspennulagnir, vélbúnað og sjálfvirkni og við háspennu að undangenginni þjálfun. Um framtíðarstarf er að ræða í fyrirtæki sem vill skapa sér sess í íslensku atvinnulífi sem áhugaverður vinnustaður.

Vinnutíminn er frá kl. 8-18 á mán-fim og 8-15:15 á föstudögum.

 

Nánari upplýsingar veitir:

 

Óskar Kristjánsson rafveitustjóri; oskar.kristjansson@pcc.is eða í síma 772 7232

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. Janúar næstkomandi.


Deila starfi
 
  • PCC BakkiSilicon hf
  • Bakkavegur 2
  • 640 Húsavík
  • Sími: 464-0060
  • Kt: 4506120140
  • job@pcc.is