Almenn umsókn

Nú er framleiðslan komin á full afköst hjá okkur og því leitum við að góðu og metnaðarfullu fólki í framtíðarstörf í framleiðslu.

 

Framleiðslan sinnir störfum allt frá innmötun hráefnis, sýnatöku við framleiðslu og útsteypingu hráefnis úr deiglum. Fjölbreytt störf í boði og möguleiki á að læra á allt ferlið.

Unnið er á tvískiptum 12 tíma vöktum samkvæmt vaktaplani í framleiðslu. Hver vakt á 7 daga frí fjórðu hverja viku.


Áhersla er á fjölbreytni og fjölhæfni starfsmanna ásamt heiðarleika og stundvísi.


Kostur er ef umsækjendur geta hafið störf sem fyrst.


Samkeppnishæf laun í boði samkvæmt sérkjarasamning Framsýnar og PCC BakkiSilicon, ásamt árangurstengdu bónus kerfi.

 

Veitt er athygli á að forsendur fyrir ráðningu eru:

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

Vera með bílpróf. Geta talað íslensku eða ensku.

Standast heilsufarsskoðun og undirgangast vímuefnapróf við upphaf starfs.

 


Taktu þátt í spennandi uppbyggingu:

Sendu inn almenna umsókn og við verðum í sambandi ef starfstækifæri opnast. 

Athugaðu að almennar umsóknir eru virkar í 3 mánuði.

 

Ef þú hefur ekki heyrt frá okkur en vilt endurnýja starfsumsókn eftir 3 mánuði sækir þú einfaldlega aftur um með almennri umsókn.

Nánari upplýsingar veitir:

Dögg Stefánsdóttir mannauðsstjóri, dogg.stefansdottir@pcc.is

Deila starfi
 
  • PCC BakkiSilicon hf
  • Bakkavegur 2
  • 640 Húsavík
  • Sími: 464-0060
  • Kt: 4506120140
  • job@pcc.is