VILTU VERA MEÐ OG BYGGJA UPP FRÁBÆRAN VINNUSTAÐ?
Við höfum áhuga á metnaðarfullu, framtakssömu og skemmtilegu starfsfólki sem vill fást við krefjandi verkefni.


Við skiljum að grunnur að góðu fyrirtæki er mannauður fyrirtækisins og leggjum áherslu á góða vinnuaðstöðu og að starfsfólki líði vel.


Við munum leita allra leiða við að lágmarka vistspor starfseminnar og starfa í sátt við samfélag og umhverfi.


Hafir þú áhuga á að vinna með okkur hvetjum við þig til að senda okkur umsókn – við munum svara eins fljótt og auðið er!


STARFSMANNASTEFNA OKKAR:


STARFSMANNAVAL, STARFSMANNAÞRÓUN: Við val á starfsfólki er tekið mið af hæfni, menntun og reynslu umsækjanda. Fyrirtækið leggur metnað í nýliðaþjálfun og markvissa fræðslu og þjálfun á vinnustaðnum.


JAFNRÉTTI: Allir eiga jafna möguleika til starfa hjá fyrirtækinu, óháð kyni, trúarskoðun, samfélagsskoðana eða uppruna. Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin, stefnt er á jafnlaunavottun innan fárra ára.


GOTT STARSFUMHVERFI: Áhersla er á jákvæðan starfsanda og að starfsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum til að sinna starfi sínu vel. Starfsfólk miðli þekkingu sinni til samstarfsmanna.


ÖRYGGI, HEILSA, VINNUUMHVERFI: Við verðum með bestu mögulegu öryggismenningu innan fyrirtækisins. Því markmiði verður ekki náð nema með sameiginlegri ábyrgð og virkri þátttöku allra starfsmanna.


ENDURGJÖF, STARFSLOK: Starfsmenn fá endurgjöf á frammistöðu í starfi. Við starfslok er haft í huga að hagsmunir starfsfólks og fyrirtækis fari saman, starfmenn geta samið um áframhaldandi störf þegar eftirlaunaaldri er náð.

GILDIN OKKAR

Traust

Virðing

Liðsheild

ÁreiðanleikiVissir þú?

Þú ert sennilega oft búin(n) að nota ýmsar vörur sem innihalda kísilefni áður en þú mætir í vinnuna á morgnana. Þú vaknar, ferð í sturtu, notar sjampó, tannkrem, og ýmsar snyrtivörur sem innihalda kísilefni. Yfir daginn koma kísilefni við sögu í tölvum, símum og farartækjum. Siliconeplast er einnig vinsælt efni í kökuformum og plastáhöldum.


UPPRUNI

Kísill er annað algengasta frumefnið í jarðskorpunni og er nánast undantekningalaust bundið súrefni í náttúrunni og nefnist þá kvarts eða kvartsít. Frá örófi alda hefur maðurinn nýtt sér kvartsít m.a. í steináhöld eins og hnífa og örvaodda. Kísill var fyrst einangraður árið 1824 og eftir það nýttur í iðnaði.

  • PCC BakkiSilicon hf
  • Bakkavegur 2
  • 640 Húsavík
  • Sími: 464-0060
  • Kt: 4506120140
  • job@pcc.is